Vissi ekki að hún væri ólétt

Sophie til hægri, gengin 8 mánuði

Sophie, sem notar stærð 10, fann aldrei til neinna óléttueinkenna. Hún hafði blæðingar reglulega, þyngdist ekkert og fékk enga kúlu. Hún var í sömu fatastærð alla meðgönguna og þar sem hún vissi ekki að hún var ólétt hélt hún áfram að drekka og djamma eins og venjulega alla meðgönguna. 

"Ég veit það hljómar rosalega heimskulega, en ég hafði bókstaflega ekki hugmynd um að ég væri ólétt! Ég fékk engin einkenni."

Hún segir að það hafi verið skelfilegt að eignast barn svona skyndilega og að allir í kringum hana hafi fengið svolítið áfall þegar hún kom allt í einu heim með barn. Sophie hélt að bakverkirnir væru eingöngu slæmir túrverkir því hún átti að byrja á túr daginn eftir. Læknarnir fundu ekkert að henni og sendu hana því heim, þegar verkjunum linaði ekki fór hún aftur upp á spítala þar sem hún missti vatnið. Hálftíma síðar var barnið komið í heiminn. 

Sophie átti ekkert barnadót, en segir að þegar hún kom heim hafi vinir hennar og fjölskylda verið búin að útvega henni allt sem þau mæðgin þurftu. Hún segist vera himinlifandi með litla kraftaverkið sitt.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir