Mannverur geta gert greinamun á a.m.k. billjón mismunandi lyktum

Eftir að hafa rannsakað hæfileika einstaklinga til að aðgreina á milli flókinna ilmblandna við tilraunaaðstæður komust vísindamenn hjá Howard Hughes Medical Institute að því að lyktarskynfærin okkar geta borið kennsl á þennan fjölda. Lengi var áætlað að menn gætu greint um 10.000 lyktir. Þessu var upphaflega haldið fram á þriðja áratug síðustu aldar, en engin gögn hafa verið lögð fram til stuðnings þess. Leslie Vosshall, rannsakandi við Rockerfellar Háskólann, segir að menn hefðu átt að vita að þessi  upphaflega áætlun væri röng og bendir á að í auganu eru þrenns konar ljósnemar sem framkalla um 10 milljón liti handa okkur. Til samanburðar hefur meðalmanneskja 400 lyktarskynnema.

Fram að þessu hefur enginn rannsakað lytkargetu manna. „Við vitum á hvaða sviði fólk heyrir tóntíðni, ekki vegna þess að einhver bjó til tölu, heldur vegna þess að það var rannsakað. Við bjuggum ekki til þá staðreynd að menn geta ekki séð innrautt og útfjólublátt ljós. Einhver tók sér tíma til að rannsaka þetta“, sagði Vosshall og bætti við, „hvað lykt varðaði, tók enginn sér tíma til að rannsaka fyrirbærið“. 

Vosshall og Andreas Keller, sem er yfirrannsakandi á rannsóknastofu hennar Vosshall, vissu að þau gætu ekki rannsakað viðbrögð fólks við 10.000 eða fleiri lyktum. Það sem þau gerðu var að búa til flóknar ilmblöndur, og spurðu svo hvort að fólk gæti aðgreint á milli þeirra.

Þau notuðu 128 mismunandi lyktarsameindir til að búa til blöndurnar. Þegar 10, 20, eða 30 þessara sameinda voru tilviljunarkennt blandað saman skapaðist ókunnugur ilmur.

Þátttakendur voru 26 talsins og fengu til sín þrjú ilmsýni í einu, tvö sem voru eins og eitt ólíkt. Síðan átti einstaklingurinn að segja til um hvaða ilmur væri ólíkur. Hver þátttakandi var látinn gera þetta 264 sinnum.

Voshall og félagar könnuðu svo hversu oft þátttakendurnir völdu rétt og þannig mátti áætla að meðalmaður gæti greint á milli a.m.k. billjóna mismunandi lykta. Voshall segir áætlunina íhaldsama en til eru fleiri en þeir 128 ilmir sem notaðir voru í tilrauninni. 

Heimild
http://www.sciencedaily.com/releases/2014/03/140320140738.htm

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir