Markaður í Víðilundi

Hildur Marinósdóttir. Mynd: Kristín Guðrúnardóttir
Hin árlegi markaður er haldinn í Víðilundi 22, þjónustu og félagsmiðstöð.
Fallegt handverk er þar til sölu.
Enginn ætti að láta þennan markað fram hjá sér fara
Markaðurinn í Víðilundi er opinn á morgun, 8. nóvember frá kl 10:00 - 16:00.

Hægt er að gera góð kaup á fallegu handverki, svo sem skartgripum, tréverkum og ýmislegu öðru. Þar er líka verið að selja allskonar bakkelsi sem gæti hentað vel um helgina þegar komið er inn úr snjónum.

Hildur Marinósdóttir hefur verið að orkera skartgripi síðastliðin þrjú ár. Orkering er gamalt handbragð sem áður fyrr var notað til að búa til dúka og blúndur. Hildur hefur verið að nota millistærð af nál og þráð til að orkera sitt skart en það finnst henni henta best. Facebooksíðu Hildar er hægt að finna hér.

Þeir sem una harmoniku tónlist verða ekki sviknir, kíkja þeir á markaðinn í Víðilundi. Lifandi harmoniku tónlist mun hljóma um markaðinn. 
Kaffisala er á staðnum og er um að gera að nýta sér það. Setjast niður með rjúkandi kaffibolla og kökusneið og ræða mál líðandi stundar.

Þeir sem eiga leið hjá ættu endilega að kíkja við og nýta tækifærið. Það er aldrei að vita nema ein jólagjöf fylgi með heim. Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir