Matthew McConaughey óþekkjanlegur!

Matthew McConaughey
Leikarinn góðkunni Matthew McConaughey , 38 ára hefur tekið stakkaskiptum síðustu mánuði. Hann hefur verið að gera sig tilbúin fyrir hlutverk sitt í myndinni The Dallas Buyers Club. 


Karakter hans í myndinni er með alnæmi, Matthew hefur misst 17 kíló fyrir hlutverkið og er hann næstum því óþekkjanlegur á myndum sem hafa verið teknar af honum upp á síðkastið. Matthew er þekktur fyrir að vera í topp formi og er hann oftast ber að ofan í kvikmyndum sínum. Það verður gaman að sjá Matthew í þessu hlutverki, þar sem hann hefur einbeitt sér af rómantískum kvikmyndum upp á síðkastið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir