Megas og Senuþjófarnir á Græna hattinum um helgina

www.tonlist.is
Nú er komið að Megasi og Senuþjófunum að halda tónleika á Græna hattinum næstu helgi, 21. og 22. september, eftir að hafa spilað á Ísafirði, Reykjavík og í Borgarfirði Eystra. Þessir tónleikar hafa vakið mikla lukku og gaman verður að sjá hvort það mun gera hið saman hér fyrir norðan.

Megas og Senuþjófarnir gáfu nýverið út plötu sem heitir “Frágangur” og er þetta fyrsta plata sem Megas gefur út í sex ár og því ættu aðdáendur Megasar að vera spenntir. En Megas hefur ekki gefið út plötu með hljómsveit síðan árið 1990. Meðlimir hljómsveitarinnar Senuþjófarnir eru gítarleikararnir Guðmundur Pétursson og Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Guðmundsson bassaleikari, Mikael Svensson hljómborðsleikari og  Nils Törnqist trommari. 

Uppselt er á tónleikana á föstudagskvöldið, sem byrja kl. 22:00. En enn eru miðar til á tónleikana á laugardaginn sem byrja kl. 21:00. Miðaverð er 2.800 kr.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir