Megrun?

Of feitar kýr

Nú er árið 2014 að byrja, hvert skipti sem nýtt ár byrjar fyllast líkamsræktarstöðvar landsins af hressu fólki sem ætlar sko að taka sig á og byrja nýtt ár með krafti.

Þetta er að sjálfsögðu ekkert nema gott mál og um að gera að hugsa um heilsu sína. Hins vegar má deila um það hversu gott mál það er þegar talað er um að senda dýr í megrun.  Eins og flestir vita eru kýr frekar miklara og stórar skepnur. Dýralæknar í Bretlandi vilja fara senda kýrnar þar í skyndi megrun, skepnur eiga ekki að fara í megrun (reyndar menn ekki heldur). En samkvæmt Sky frétta stofu er ástæða fyrir offitu hjá kúnum er mikil og góð grasspretta á seinasta ári. Doktor Basil Lowman segir í samtali við Sky að þetta geti haft áhrif á meðgöngu hjá kúnum og að kálfarnir geti dáið og kýrnar orðnar ófrjóar. Sem er náttúrulega ekki gott mál en hefðu bændur í Bretlandi ekki átt að hafa vit á því að passa hvað kýrnar eru að éta og passa þá skammtastærðir þeirra ef þetta er svona mikið áhyggju mál. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir