Meistaramánuður að detta inn!

Meistaramánuður!
Með 1.október 2012 sem hefst á íslenskum tíma eftir um 45 mínútur hefst hinn svokallaði meistaramánuður þar sem fólk setur sér markmið að lifa með hollari, betri, skynsamlegri eða frábærari hætti. Samkvæmt heimasíðu "meistaramánuðs", snýst mánuðurinn um það að bæta sig, í hverju svo sem það er. Margir taka í gegn mataræði og hreyfingu, aðrir sinna áhugamálum betur, enn aðrir jafnvel bæta sig í að hugsa um heimilið eða að elda en þetta á allt sameiginlegt að snúast um að líða betur við það sem maður bætir sig í. Að verða meistari í einhverju sem mann hefur alltaf langað að vera meistari í.
Flott framtak sem byrjaði hjá fátækum háskólanemum sem vildu taka sig á.

Undirrituð hvetur alla sem einhverju vilja breyta hjá sér að taka þetta sem áskorun!

Hrefna Sif Jónsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir