Menn tengdir FIFA handteknir fyrir dópsmygl

Spænska lögreglan hefur handtekið 11 fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu og menn tengda FIFA fyrir flutning á 600 kílóum af kókaín. Efnin fundust í bát sem kom frá Argentínu.

Samkvæmt fréttavef BBC kemur fram að einn fyrrum leikmaður Atletico Madrid sé undir grun og einnig að höfupaurinn í málinu sé fyrrverandi framkvæmdarstjóri liðs í efstu deild í Frakklandi. Aðrir í þessu máli eru umboðsmenn tengdir FIFA.
Málið hlítur að teljast mikið hneyksli fyrir FIFA, því þeir notuðu tengsl sín frá FIFA til að skipuleggja flutninginn. Talið er að umboðsmennirnir sem um ræðir hafi skipulagt flutninginn á meðan þeir sinntu sínum störfum tengdum FIFA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir