Menningarvika í Grindavík

Menningarvika stendur nú yfir í Grindavík og er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði fyrir unga jafnt sem aldna.

Blaðamaður Landpóstsins fór og söng- og vísnakvöld sem haldið var í gærkvöldi í kaffihúsi Kvikunnar sem er staðsett í Saltfisksetri Íslands í Grindavík.


Mynd: Kristinn Reimarsson.

Þar komu fram heimamenn og konur og flutt voru söngur, ljóð, sögur, og ræmur. Flytjendur fluttu bæði frumsamið efni sem og efni eftir aðra listamenn. Kvöldið var vel sótt og heppnaðist mjög vel að mati áhorfenda, stórgóð skemmtun í alla staði.


Mynd: Kristinn Reimarsson.

Bókasafn Grindavíkur stóð fyrir kvöldinu og á skilið lof fyrir frábært kvöld og skipulagningu á viðburðinum þar sem að margir listamenn komu á óvart með flutningi sínum í fyrsta sinn og án efa ekki það síðasta.


Mynd: Kristinn Reimarsson.

Mikið er um að vera í menningarvikunni og má lesa nánar um dagskrá hennar hér.


Mynd: Kristinn Reimarsson.

Hægt er að lesa nánar um viðburði hvers dags á heimasíðu Grindavíkurbæjar: www.grindavik.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir