Menntamálaráðherra vill halda RÚV á auglýsingamarkaði

Illugi Gunnarsson. tekið af xd.is

Í umræðu um skólamál í sjónvarps og útvarpsþættinum Sunnudagsmorgni, sem er stjórnað af fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteini Baldurssyni, tilkynnti núverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson að hann vildi breyta nýframlögðu fjárlagafrumvarpi: ,,Ég er núna mjög alvarlega að velta því fyrir mér að snúa þessu við og raunverulega að skila til baka til stofnunarinnar þessum auglýsingamínútum, í staðinn taka þá fjármuni sem áttu að koma á móti frá ríkinu og frekar nota þá peninga inn í háskólakerfið t.d. ég held að það sé betri nýting á skattpeningunum".

Þetta eru stórar fréttir og fer algjörlega á skjön við það sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur verið að predika undanfarin ár. Bæði Katrín og Gísli voru frekar hissa á að heyra þetta frá Illuga og sagði Katrín að: ,,það er mjög merkilegt að heyra þetta".

Þessi ummæli Illuga eiga líklega eftir að skapa mikla óánægju hjá samkeppnisaðilum RÚV, Illugi sagði þetta meðal annars ,,Ég er viss um að þeir sem eru í samkeppni við RÚV verða ekkert alltof ánægðir með þetta". Það þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum frá einkareknu miðlunum, þökk sé samskiptamiðlunum, en starfsmaður 365 miðla, Hörður Magnússon hafði þetta að segja á Twitter: ,,Illugi med bombu sem gengur i berhogg vid flest sem haegrimenn standa fyrir. Afburdarmadur en eg er algerlega osammala #sunnudagur"

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir