Michael Jackson snýr aftur

Michael Jackson hefur nú verið að skipuleggja tónleika á þessu ári . Söngvarinn fer fyrst á svið 8. júlí og síðustu tónleikarnir verða haldnir 10. febrúar 2010.

Eins og er eru 44 tónleikar í London skipulagðir og það gætu fleiri bæst við. Í fyrra voru staðfestir 10 tónleikar í London, sem haldnir verða á 02 Arena tónleikahöllinni, en nú hafa s.s. fleiri bæst við.

Eftirspurnin á miðum er gríðarleg og er verið að selja miða á vefnum á allt að eina og hálfa miljón íslenskra króna. „Svona eftirspurn á miðum höfum við aldrei séð áður“, segir framkvæmdastjóri Ticketmaster við Reuters.

02 Arena rúmar 20.000 manns og ef allir miðar seljast og allir tónleikar verða haldnir mun Michael Jackson syngja fyrir samtals 880.000 manns. En eins og áður kom fram gætu fleiri tónleikar bæst við.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir