Michael Schumacher enn í dái

Michael Schumacher
Fyrrum Formúlu 1 kappinn Michael Schumacher (45 ára) liggur enn í dái á Centre Hospitalier Universitaire de Grenoble í Frakklandi eftir að hafa dottið á skíðum og lent illa með höfuðið á stein.
Þetta mun vera 5. vikan sem að hann liggur í dái og líðan hans er stöðug, en hann er enn í lífshættu. Hann þjáist af heilaskaða og miklu mari á heila og telja læknarnir að það sé hætta á því að Schumacher muni aldrei vakna upp úr dáinu og ef að hann mun vakna, þá verður hann aldrei samur. Hann gekkst undir taugaskurðsaðgerð stuttu eftir að hann var lagður inn á sjúkrahúsið vegna áverkanna.

Nýjustu fréttir um kappann eru þær að nú er hann í vöðvaþjálfun, sem á að koma í veg fyrir að líkami hans fái ekki flog á meðan hann er í dáinu. Læknar hafa komið með þá yfirlýsingu að það sé ekki áætlað að reyna að vekja hann. Aðdáendur og aðstandendur Schumachers bíða eftir fréttum um hvaða hlutar heilans eru skemmdir, en læknar með það í rannsókn og ekki er heldur hægt að segja til um hvenær heimildir um það komi fram í dagsljósið.

Að fjölskyldu hans er það að frétta að þau eru ánægð með starfsfólk sjúkrahússins og treysta þeim fyrir lífi Michaels Schumacher.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir