Mikil jákvćđni í garđ Hofs

Mynd - menningarhus.is
Árið 2008 hófust framkvæmdir á Menningarhúsinu Hof á Akureyri. Tveimur árum síðar, 28. ágúst 2012 var húsið formlega opnað við mikla athöfn.  Menningarhúsið er eitt af helstu kennileitum Akureyrarbæjar og rís í miðju bæjarins þar sem það fer ekki framhjá neinum. Mjög skiptar skoðanir voru um framkvæmdir hússins meðal bæjarbúa. Tveir blaðamenn landspóstsins tóku sig til fyrr á þessu ári og framkvæmdu eigindlega rannsókn á viðhorfi bæjarbúa til Menningarhússins og starfsemi þess.


Rannsóknin

Megin ástæða þess að Hof var valið sem rannsóknarefni var eins og áður segir útaf deilunni sem húsið olli og ekki síst vegna fjármuna sem Akureyrarbær lagði fram í framkvæmdirnar. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars sá að kanna álit almennra bæjarbúa á húsinu og hvort þeir hefðu nýtt sér starfsemi þess. Tveir rýnihópar tóku þátt í rannsókninni. Eina skilyrði þátttakenda var að búa á Akureyri, annars voru þeir valdir af handahófi. Vel gekk að fá þátttakendur og reyndust þeir allir vera konur, sem tilviljun réði. Rannsakendur fengu að vita nafn og aldur þátttakenda, en það var einungis til að auðvelda rannsóknarvinnuna. Hvorki nöfn né aldur komu fram í rannsókninni og því ríkti trúnaður milli þátttakenda og rannsakenda. Ákveðið var að finna þátttakendur á aldrinum 40 til 80 ára, sá aldurshópur var valin vegna þess að rannsakendur óttuðust að yngri bæjarbúar hefðu ekki jafn sterkar skoðanir á menningarhúsinu. Alls tóku níu manns þátt í rannsókninni, sex í rýnihóp 1 og þrír í hóp 2. Rannsakendur hittu rýnihópana í þægilegu umhverfi og lögðu fyrir þá spurningalista. Þátttakendur hópanna þekktust vel og því mynduðust skemmtilegar umræður.

Fræðilegt yfirlit

Rannsakendur fundu ekki mikið af rannsóknum um viðhorf bæjarbúa til Hofs, enda húsið frekar nýlegt. Á haustmánuðum 2012 gerði Capacent könnun um hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart starfsemi hússins. Í ljós kom að rúmlega átta af hverjum tíu íbúum Akureyrar og nágrennis voru jákvæðir gagnvart starfseminni. 82,4% svarenda voru jákvæðir og einungis 2,7% voru neikvæðir. Auk þess töldu 87,2% svarenda húsið skipta miklu máli fyrir bæjar- og menningarlíf á Akureyri.

Peningar

Kostnaður við bygginguna var 79% umfram upphaflega áætlun, sem var 1,9 milljarður.Kostnaður jókst um 2,2 milljarða og var því endanlegur kostnaður 3,4 milljarðar króna.  Guðríður Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri fasteigna Akureyrarbæjar sagði í samtali við Fréttablaðið að þróunin væri eðlileg. Hún sagði jafnframt að bætt hefði verið við aðstöðu fyrir tónlistarskóla Akureyrar og einnig var byggður kjallari undir alla bygginguna. En hvorug þessara framkvæmda var með í upphaflegri kostnaðaráætlun.

Niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar einkenndust af mikilli jákvæðni í garð Hofs. Í ljós kom að sumir þátttakendana voru nokkuð neikvæðir gagnvart framkvæmdunum í fyrstu, en þegar húsið var opnað höfðu þeir ekkert annað en gott að segja um húsið. Allir þátttakendur voru sammála að Hof gefi Akureyri mjög skemmtilega menningarlegan blæ og finna fyrir félagslegum breytingum eftir að starfsemi hússins hófs. Útlit hússins er umdeilt meðal þátttakenda og það sama má segja um staðsetningu þess. Þátttakendur sögðust finna fyrir mikilli þörf fyrir menningarhús á Akureyri. Á stórum hátíðum og mannamótum er nauðsynlegt að hafa gott hús eins og menningarhúsið. Hof hentar mjög vel, er vel stórt, með gott aðgengi og auk þess gengur vel að tæma húsið. Allir þátttakendur höfðu á einhvern hátt nýtt sér starfsemi hússins, farið á kaffihús, kíkt í verslun eða farið á tónleika. Að lokum nefndu þátttakendur að Akureyringar mættu vera ánægðir og stoltir af menningarhúsinu sínu. 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/01/16/kostnadur-vid-menningarhus-a-akureyri-80-umfram-aaetlanir/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir