Mikill áhugi foreldra fyrir Hjallastefnugrunnskóla á Akureyri

Eins og skífuritiđ sýnir er mikill áhugi á ţví međal foreldranna ađ ţessi valmöguleiki sé í bođi.
Tæplega 90% þeirra sem svöruðu könnun á vegum foreldrafélags leikskólans Hólmasólar á Akureyri hafa áhuga á að senda börn sín í grunnskóla rekinn af Hjallastefnunni, en enginn slíkur er starfandi í bæjarfélaginu. Foreldrafélagið stóð fyrir könnuninni sem var netkönnun, en Hólmasól er rekinn af Hjallastefnunni.


Leikskólinn Hólmasól hefur verið starfandi á Akureyri frá því 2. maí 2006. Skólinn starfar eftir Hjallastefnunni sem er upphaflega hugmyndafræði Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Hún gengur út á það að gera báðum kynjum jafnhátt undir höfði og mæta ólíkum þörfum drengja og stúlkna. Í dag er leikskólinn orðinn einn sá fjölmennasti á Akureyri og komast færri að en vilja. Hópur foreldra hefur nú farið þess á leit að kannað verði hvort grundvöllur sé fyrir því að settur verði á laggirnar Hjallastefnugrunnskóli á Akureyri. 

Freyja Dögg Frímannsdóttir, móðir barns á leikskólanum Hólmasól, hafði samband við foreldrafélagið með það í huga að kannaður yrði áhugi fyrir því að settur yrði á laggirnar grunnskóli innan Akureyrar sem starfaði eftir Hjallastefnunni. Hún fékk strax góðan hljómgrunn innan félagsins og ákveðið var að gera könnun meðal foreldra barna leikskólans. Könnunin var send út á 226 foreldra og svöruðu 159 könnuninni. Þetta gerir 70,3% svarhlutfall. Taka þarf þó tillit til þess að í einhverjum tilvika svöruðu báðir foreldrar barns könnuninni þó að beðið hefði verið um að einungis annað gerði það. 

Spurningin sem send var til foreldranna var svohljóðandi: ˶Vilt þú eiga þess kost að geta valið Hjallastefnugrunnskóla á Akureyri fyrir skólagöngu barnsins þíns?" Af þeim 159 foreldrum sem svöruðu vildu 141 að þessi valmöguleiki væri í boði, 9 vildu það ekki og 9 mynduðu sér ekki skoðun. Það hafa því 88,7% foreldra sem svöruðu könnun foreldrafélagsins áhuga á því að þessi valmöguleiki sé fyrir hendi. Það má því segja að mikill áhugi sé meðal foreldra barna á Hólmasól að senda börnin sín í áframhaldandi nám samkvæmt Hjallastefnunni. 

Tveir einkareknir leikskólar eru á Akureyri, annars vegar Hólmasól og hins vegar Hlíðaból. Enginn af grunnskólum bæjarins er einkarekinn og kannski kominn tími á að velta þeim möguleika fyrir sér. Í kjölfar niðurstöðu könnunarinnar var stofnuð nefnd á vegum foreldrafélags Hólmasólar og ætlar hún að fara með málið á næsta stig. Það felur í sér að hafa samband við forsvarsmenn Hjallastefnunnar og aðila innan Skóladeildar Akureyrar. Það ætti því að koma í ljós á næstu misserum hvort hægt verði að fara með ferlið alla leið og opna Hjallastefnugrunnskóla í bænum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir