Miklar breytingar í Hlíðarfjalli í vændum

Áætlað er að reisa nýjan skíðaskála í Hlíðarfjalli sem myndi verða 2200 fermetra að stærð. Talið er að framkvæmdir munu hefjast árið 2015 og samhliða skálanum verður stækkað bílastæðið verulega. Hugmyndir að tveimur nýjum lyftum hafa einnig komið upp, en þá annarsvegar 1400 metra stólalyftu og hinsvegar kláfferju sem myndi ná á topp Hlíðarfjalls. 

Skíðaskálinn mun rísa fyrir neðan fjarkann og að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns í Hlíðarfjalli, mun kjarnasstarfsemi skíðasvæðisins færast þangað niður eftir frá gamla skíðahótelinu. Hann segist reikna með því að Akureyrarbær sjái alfarið um fjármögnun verkefnisins sem er hluti af þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.

 „Þetta verður breyting til batnaðar og mun efla skíðasvæðið enn frekar. Skíðahótelið er 50 ára gamalt og gegnir allt öðru hlutverki í dag en því var upprunalega ætlað. Auk þess er það alltof lítið og illa nýtt. Það er um 1200 fermetrar en aðeins 900 fermetrar nýttir. Þannig að aðstaðan inni við á svæðinu mun stækka til muna með nýju húsnæði,” segir Guðmundur.

Annars er stefnt að því að opna brekkurnar 1.desember í ár. 


Kort af Hlíðarfjalli 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir