Minningarsigling Titanic

Titanic
Sunnudaginn 15. apríl næstkomandi eru hundrað ár frá því að skipið Titanic sökk í jómfrúarferð sinni. Ættingjar þeirra sem létust í þeirri ferð héldu í dag af stað í siglingu til minningar um fórnarlömblin. Skipið MS Balmoral hélt af stað í dag frá Southampton með rúmlega 1300 farþega með sér. Áætlað er að sigla nákvæmlega sömuleið og Titanic gerði á sínum tíma, en rúmlega 1500 manns létust þegar skipið sökk vegna borgarísjaka sem það sigldi á. MS Balmoral mun staðnæmast á sama stað og Titanic sökk og verður haldin minningarathöfn um borð í skipinu á sama augnabliki og Titanic sökk eða klukkan 02:20.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir