Misskilinn facebook vírus á kreik, eđa hvađ?

Facebook vírus eđa ekki?

Notendur samskiptavefsins Facebook hafa í dag deilt um mögulegan vírus sem hefur verið kallaður „The Facebook Fan Check Virus” en vírusinn á að dreifa sér gegnum viðbótina Fan Check sem margir íslenskir notendur vefsins hafa bætt við hjá sér í dag. Alls eru um tvö milljónir notenda með þessa viðbót setta upp á sínum prófíl.

Samkvæmt þeim sögusögnum sem fram hafa komið á vírusinn að verða virkur 24 til 48 klukkutíma eftir að viðbótin hefur verið hlaðinn upp. Vírusinn á þá að læsa viðkomandi úti með því að breyta lykilorðinu hjá viðkomandi notenda og síðar breiðast hratt um vinalista notandans og sýkir þá. Hinsvegar hefur ekki ennþá komið fram neinar sannanir fyrir því að viðbótin sé sýkt af vírusnum.

Staðreyndin er þó að settar hafa verið upp ýmsar upplýsingar- og fréttasíður sem í raun vísa á aðrar síður sem líta út eins og „My Computer” á Windows XP stýrikerfinu. Talið er að hakkarar hafi notað gallaða facebook viðbót til að breiða út hræðslu meðal notenda og til að lokka notendur sem vilja fræðast meira um þennan vírus og hvernig þeir geta losið sig við hann í gildru. Vírusinn stelur þá kortaupplýsingum og öðrum mikilvægum gögnum af tölvu viðkomandi þegar náð hefur verið í hann. Athugið að þessi vírus herjar aðeins á Windows vélar. Samkvæmt öryggisreglum Facebook er ekki hægt að sjá hverjir hafa skoðað prófílinn hjá viðkomandi og í raun eru mjög takmarkaðar upplýsingar aðgengilegar viðbótum og öðrum.

Fan Check viðbótin hefur því að öllum líkindum orðið fyrir því óláni að vera notað undir stórt gabb til að valda usla meðal notenda síðurnar til að freista þess að reyna að stela af þeim trúnaðargögnum beint af tölvunni. Það er því ekki hægt að segja fyrir vissu að facebook viðbótin sé sýkt af þessum vírus. Vefnotendur eru þó beðnir um að fara varlega kringum þessa viðbót en þó sérstaklega þegar leitað er að upplýsingum um vírusinn gegnum leitarvélar. Í raun er því meiri hætta í þetta sinn á að sýkjast gegnum leitarvélarnar en gegnum facebook viðbótina sjálfa. En þó aðeins þegar leitað er að upplýsingum um „Facebook Fan Check Virus”.

Förum varlega og verum skynsöm á netinu.

Athugið. Tenglarnir hér að neðan er ekki sýktar af þessum vírus.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir