Morgunþátturinn Magasín hættur

Erna Dís og Þórhallur að störfum

Eftir árs samvinnu skilja nú leiðir Þórhalls Þórhallssonar, Ernu Dísar og Brynjars Márs, en þau hafa verið með útvarpsþáttinn Magasín alla virka morgna frá kl. 7–10 á útvarpsstöðinni FM957.

Ástæða þess að þátturinn fer ekki í loftið aftur er sú að vinsældir hans voru ekki nægilega miklar í hörðum heimi fjölmiðlanna. Í þættinum var sprellað og tekið á málefnum líðandi stundar en í upphafi sat Erna Hrönn Ólafsdóttir við hljóðnemann ásamt fyrrnefndum drengjum, í stað Ernu Dísar, en hún fór í fæðingarorlof. Áður hafa verið morgunþættir á FM957 á borð við Zúber með Svala, Gassa og Siggu Lund, en hann vakti mikla lukku á meðal hlustenda. Yngvi Eysteins hefur nú tekið við morgunvaktinni á útvarpsstöðinni þar til annað kemur í ljós.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir