Mótmæli á Austurvelli

Myndin er fengin af hjartalandsins.is

Nú rétt í þessu var að ljúka mótmælafundi á Austurvelli. Ungir umhverfissinnar stóðu fyrir fundinum sem snerist um það að mótmæla frekari áætlunum um virkjanir, uppistöðulón, raflínur og uppbyggða vegi á hálendi Íslands. Einnig var mótmælt aukinni stóriðju sem mótmælendur segja vera vanhugsaða skammtímalausn sem stangist á við Parísarsamkomulagið sem Ísland hefur stutt. Parísarsamkomulagið felur það í sér Ísland sýni metnað í loftslagsmálum og landið horfi til framtíðar; fyrirhugað er að samkomulagið taki gildi árið 2020. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Ómar Ragnarsson.

Mótmælin spretta upp úr því að Landsnet hf. hefur uppi áform um að að setja upp 220 kV háspennulínu yfir Sprengisand. Skipulagsstofa hefur tillöguna nú til umfjöllunar og hefur óskað eftir athugasemdum við hana í síðasta lagi á morgun, 17. nóvember. Landvernd hefur því staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu sem skorar á Landsnet hf. að falla frá áformum sínum og ef Landsnet hf. gerir það ekki skorar Landvernd á Skipulagsstofu að falla frá matáætlunni vegna þessara þátta:

  • Landsnet gerir ekki ráð fyrir jarðstreng á hálendinu nema á 50 km kafla. Valkostur um jarðstreng alla leið er lágmarkskrafa í umhverfismati.
  • Landsnet hefur neitað að veita almenningi aðgang að nýlegri sérfræðiskýrslu um jarðstrengi. Lágmarkskrafa er að upplýsingum sé hvorki haldið frá Skipulagsstofnun né almenningi. Landvernd hefur kært málið.
  • Landsnet gerir ekki ráð fyrir að meta sameiginlega umhverfisáhrif Sprengisandslínu og háspennulína í byggð, frá Blöndu í Fljótsdal. Krefjast verður sameiginlegs umhverfismats.
  • Landsnet byggir áætlun um Sprengisandslínu á raflínuáætlun (kerfisáætlun) frá 2014.Landvernd hefur krafist ógildingar á þeirri áætlun fyrir dómi.

Síðasta tækifærið til að skrifa nafn sitt á undirskriftalistann er í dag og er það gert hér. Þegar fréttin er skrifuð hafa 37723 manns skráð sig


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir