Mottumars

Margir hafa eflaust tekið eftir því að karlmenn þjóðarinnar hafi látið sér vaxa mottu og bera hana stoltir út allan mars mánuð. 

En í dag er mottudagurinn svo kallaði og er hann nú haldin í annað sinn.  Þessi dagur er haldin í tengslum við Mottumars-átak Krabbameinsfélagsins.  Mörg fyrirtæki hafa efnt til keppni um það hve miklum pening þau ná að safna til styrktar Krabbameinsfélaginu með því að karlmenn fyrirtækisins safni mottu, taki myndir af sér og setji á síðu Krabbameinsfélagsins en þar er einmitt hægt að heita á bæði fyrirtæki sem og einstaklinga og geta allir lagt sitt af mörkum. Þetta er mjög mikilvægur málstaður og hvet ég alla eindregið til þess að líta inn á heimasíðu Krabbameinsfélagsins og velja sér einn „mottumann“ og heita á hann.

Nánari upplýsingar má nálgast á :  

http://www.mottumars.is/

Þess má svo til gamals geta að motta eða yfirvararskegg er mjög gömul hefð en elsta lýsing manna á yfirvararskeggi er frá því 300 fyrir krist.  Fæstar konur geta, né vilja láta sér vaxa yfirvararskegg en það var þó hin fræga Frida Kahlo sem var þekktur listamaður frá Mexíkó sem dró upp mynd af sjálfri sér með bæði yfirvaraskegg sem og sambrýndar augabrúnir.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir