Músíkantar eru afbragðs kærastar

Nýleg rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir að viljir þú eignast kærasta sem hlustar á þig, skulir þú næla þér í tónlistarmann.  Rannsóknin sýnir að tónlistarmenn eiga auðveldara með að greina tilfinningar í röddum fólks, séu næmari og eigi auðveldara með að hlusta.

Í rannsókninni voru borin saman viðbrögð tónlistarmanna og viðmiðunarhóps þegar þeir heyrðu barnsgrátur.

Camilla Staunsbrink, hjónbandsráðgjafi, sagði í samtali við MetroXpress að stærstu vandamál para liggi oftast í því að þau séu ekki nægilega dugleg að hlusta á hvort annað.  Samkvæmt rannsókninni ætti sambúðin því að vera auðveldari, sé tónlistarmaður í sambandinu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir