Myndir erlendra ferðamanna og íslendinga ekki svo frábrugðnar

Mynd af Zach, vini Aidan, tekin á íslandi (Mynd: Aidan Quinlan)

Aidan Quinlan er nemandi við Washington University of Seattle. Hann leggur stund á nám í enskum bókmenntum og kann vel við það.
Aidan hefur mikinn áhuga á ljósmyndun, þegar hann kom til Íslands langaði hann að vita hvernig íslendingar taka myndir og sjá muninn á túristamynd frá Íslandi tekin af íslendingi og tekin af erlendum ferðamönnum.

 


Blaðamaður landpósts sýndi honum margar myndir frá Íslandi sem teknar hafa verið af íslenskum áhugaljósmyndurum. Við vorum sammála um það að ekki sé mikill munur á því þegar erlendir ferðamenn og íslendingar taka myndir af íslenskri náttúru. Þó var sá munur á að íslendingar stilla sér sjaldnast upp fyrir framan náttúrufyrirbrigði. Annað hvort er fólkið óviðbúið og ekki mikilvægur partur myndarinnar, eða bara alls ekki á myndinni.

Þegar samtal okkar færðist til unga fólksins breyttust hlutirnir mikið. Ungu fólk á íslandi, sérstaklega þá í Reykjavík, finnst gaman að taka myndir með filmuvélum. Það sama má segja um ungt fólk í Seattle. Ef fólk hefur almennt áhuga á ljósmyndun, virðist það hafa nokkurnveginn sama álíka áhuga. ,,Artí" og ,,út-fyrir-kassann-myndir" eru ákaflega vinsælar meðal bæði íslensks ungs fólks og ungs fólks í Seattle.

Þegar við skoðuðum myndir frá ungu fólki sem við þekktum var það augljóst, að ungt fólk á Íslandi er að mörgu leiti eins og ungt fólk í Seattle.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir