Myrtu mann og seldu kjötið til kebab veitingastaðar

Kebab, þó ekki með mannakjöti

Þrír menn hafa verið handteknir í Rússlandi grunaðir um að hafa drepið og borðað 25 ára gamlan mann og síðan selt hluta af líkama hans til veitingastaðar sem selur meðal annars kebab. Upp komst um málið þegar líkamsleifar fundust í úthverfi rússnesku borgarinnar Perm.

Á vefsíðu lögreglunnar í Perm var gefin út yfirlýsing um málið, en þar er sagt að mennirnir séu í haldi grunaðir um að hafa stungið mann til dauða og síðan skorið niður líkið til matar. Einnig kemur fram að mennirnir séu heimilislausir og hafi áður komið við sögu lögreglu.

„Eftir að glæpurinn var framinn, var líkið skorið niður. Hlutar þess voru borðaðir og hlutar voru einnig seldir söluturni sem selur kebab og bökur“

Ekki kemur skýrt fram í yfirlýsingunni hvort hlutar af líkinu hafi verið eldaðir og seldir viðskiptavinum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir