Nacho er skrýtið á Íslandi

Nemendur frá Washington University í Seattle. Mynd: Hjalti Þór

Undafarna dag hafa verið í heimsókn hjá Háskólanum á Akureyri 13 nemendur frá Washington University í Seattle. Hafa þau verið að ferðast um landið undanfarið og vildi blaðamaður fá að heyra hvers þau hafa orðið vísari um land og þjóð og hvað það sé sem hefur komið þeim á óvart.

,,Það er þessi klisja, landið og náttúran er falleg en það er svo margt annað líka."Nefna Greyson og fleiri.Eftir að hafa verið á flakki um landið og komið við í mörgum bæjum hafa þau tekið eftir ýmsu varðandi fólkið og menninguna hér á Íslandi. 

,,Ég hélt að allir litu eins út og gerðu það sama en fjölbreytileikinn í mannlífinu hefur heillað mig." Segir Anna.

Þrátt fyrir að Íslendingar séu fámenn þjóð hefur hún greinilega lagt mark sitt á þessa skiptinema. Þau segja frá því að það komi þeim á óvart að Íslendingar eyði helgunum með fjölskyldum sínum. Einnig finnst þeim frábært hvað það er ekkert mál að fá hjálp. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að fá hjálp með einni símhringingu.

,,Matarmenningin hér á Íslandi er svo vistvænn miðað við hvað ég hef vanist og það eru allir frekar duglegir að flokka og endurvinna. Það er svo gott fyrir náttúruna." Segir Jackie.

Linda segir frá því hvað kom henni mest á óvart. ,,Það sem kom mér mest á óvart er hve hljótt er hérna. Heima hjá mér er stanslaust sírenuvæl frá sjúkrabílum og lögreglubílum. Þegar ég fer út að ganga þá mæti ég afar fáum, ég hef verið að velta því fyrir mér hvar allir séu.

Íslendingar eru víst frekar líki Seattle búum hvað það varðar að þeir eru frekar lokaðir. ,,Íslendingar þurfa ein til tvo bjóra og lenda á smá trúnó og þá er allt klárt." Segir Monea

Skiptinemarnir hafa því ýmislegt fallegt um landið að segja en þeim þykir einnig margt skrýtið. Þau nefna að mikið af mat sem þau þekkja að heima sé allt öðruvísi en í Bandaríkjunum og það komi þeim á óvart að það séu ekki einnota salernis pappír til að leggja yfir klósettið sjálft á almennings salernum. 

Að fara í sund þykir þeim vera kapituli útaf fyrir sig. Að það standi baðvörður og skipi þeim að klæða sig úr og þvo sér áður en þau fari í sund hefur þeim fundist skelfilegt. 

En segja þau svo í lokin segja þau að þau setji ekki fyrir sig smá atriði til að upplifa land og þjóð.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir