Naktir bændur á Norðurlandi

Naktir bændur (Mynd: www.visir.is)

Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu: Með fullri reisn eða Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í þann 5. mars. Þetta kemur fram á www.visir.is

„Þetta er bara um það að bændaiðnaðurinn er ekki búinn að skila sínu. Mjólkin fer öll til MS og ferðaþjónustan er ekki að virka þannig að eina ráðið þeirra er að fara að strippa. Og þeir æfa sig í kirkjunni á Möðruvöllum í að strippa," segir Jón Gunnar Þórðarson, sem er leikstjóri að verkinu. Hann segir að það sé svolítið sérstakt að vera þarna við Hörgána. „Þetta er þar sem sagan af djáknanum á Myrká fór fram og ansi skemmtilegt að keyra þarna á hverjum degi frá Akureyri í 20 mínútur. Svo bara mætir maður fullt af bændum og þeir fara úr fötunum," segir Jón Gunnar í samtali við Vísi.

Bændurnir mynda með sér leikfélag og höfðu átt hugmyndina að uppfærslunni. Þeir eru ansi góðir og ganga alla leið, ekki er víst hvort að sýningin verði bönnuð börnum. Sýningin á að vera skemmtisýning en ekki dónasýning. Í tengslum við sýninguna ætla bændurnir að gefa út dagatal sem er að fara í framleiðslu og verður í sölu á bensínstöðvum á Norðurlandi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir