Námumenn fastir neðanjarðar í 3 daga

Mynd: nydailynews.com

Námumenn í Perú hafa verið fastir neðanjarðar í þrjá daga eftir að sprenging fór úrskeiðis.

Þeir eru búnir að vera fastir í námugöngum síðan á fimmtudag. Björgunarmenn eru enn að reyna að losa þá úr prísundinni en þeir fá drykki og súpur í gegnum slöngu. Þrátt fyrir hrun í námunni hefur slökkviliðinu og björgunarsveitinni miðað vel áfram að komast að mönnunum.

Námumennirnir voru að vinna í námunni á eigin vegum en námunni var lokað árið 1980. Náman er staðsett um 280km. suður af Lima.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir