Natasha Richardson lést í gær

Natasha Richardson

Breska leikkonan Natasha Richardson slasaðist á mánudaginn þegar hún var í einkakennslu fyrir byrjendur á skíðum á Mont Tremblant skíðasvæðinu í Kanada.

Natasha féll á skíðunum og talið er að hún hafi ekki verið með hjálm. Hún sagði starfsfólki eftir slysið að henni liði ágætlega, en farið var með hana neðst í brekkuna og henni sagt að leita læknis. Klukkustund síðar kvartaði Natasha yfir slæmum höfuðverk og var svo flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús í Kanada, þaðan var hún svo flutt á sjúkrahús í New York þar sem henni var haldið á lífi með vélum. Í gær var hún svo úrskurðuð látin eftir að vélarnar voru teknar úr sambandi.

Eiginmaður hennar, synir og móðir voru við dánarbeð leikkonunnar þegar hún lést.

Natasha var gift leikaranum Liam Neeson og eiga þau saman syni.
Hún var þekkt fyrir leik sinn á sviði og í kvikmyndum, en hún lék í sinni fyrstu mynd aðeins fjögurra ára gömul. Natasha vann til fjölda verðlauna og tók meðal annars þátt í fjölmörgum uppfærslum á leikritum Shakespeares.

 Fjölskyldan er þakklát fyrir allan þann stuðning sem fólk hefur sýnt þeim, ást þess og bænir.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir