Náttúruperla í Hlíðarfjalli

íshellir í Hlíðarfjalli. Mynd: Jónas Halldór Friðriksson

Hlíðarfjall er mikil náttúruparadís og er þá skíðarsvæðið efst í huga margra. Víðsvegar geta þó leynst áhugaverðir staðir sem fáir vita um.

Einn af þessum stöðum er íshellir sem birtist í Hlíðarfjalli á sumrin og er gríðarfögur sjón. Hellinn er einungis hægt að sjá síðsumars þar sem hann fennir fyrir op hans á veturna. Það sem orsakar þetta mikla sjónarspil er lækur sem rennur niður fjallið og bræðir íshelluna sem liggur utan í hlíðinni.

Hellirinn er í skál sem liggur austan við skíðasvæðið og er því hverjum manni fær sem frár er á fæti. Frá skíðasvæðinu og upp að hellinum er liðlega tveggja tíma gangur, því má reikna með góðum seinnipart í göngutúr sem þennan. 

Blaðamaður kannaði málið meðal fróðra manna sem tjáðu honum að hellirinn hefði verið til í þónokkuð mörg ár.

En hægt er að sjá fleiri myndir af hellinum HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir