Nektarjóga slćr í gegn í Bandaríkjunum

Iđkendur nektarjóga upplifa mikiđ frelsi í tíma

Jógastúdíóiđ „Bold & Naked“ í New York hefur tekiđ upp á ţeirri nýjung ađ bjóđa jógaiđkendum sínum ađ stunda jóga án fata. Í bođi er ađ sćkja sameiginlega og kynjaskipta nektarjógatíma og kostar hver tími í kringum 2800 krónur.

Tilgangurinn međ tímunum er ađ líđa vel međ eigin líkama og ýta ţar međ undir sjálfstraust án ţess ađ ţađ tengist einhverju kynferđislegu.

Eigendur stúdíósins segja ađ nektinni fylgi mikiđ frelsi.

„Á međan margir samsama nekt og kynlífi, gćti ţađ ekki veriđ fjćr sannleikanum í nektarjóga. Ţetta snýst um ađ líđa vel í eigin skinni og ţađ undraverđa sjálfstraust sem fylgir. Jógaiđkun frelsar ţig undan neikvćđum tilfinningum gagnvart eigin líkama og gerir ţér kleift ađ vera sćtta ţig viđ, og tengjast á dýpri hátt, sjálfum ţér og umheiminum.“

Ţá er einnig bođiđ upp á ađ lćra „tantra-jóganudd í stúdíóinu sem og ađ stunda hefđbundna jógatíma ţar sem allir klćđast fötum

Samkvćmt heimasíđu stúdíósins er bannađ ađ horfa á nektarjógatímana og taka ljósmyndir en tímunum er ekki ćtlađ ađ vera einhver skođunarferđ. Allir ţeir sem vilja sćkja tíma í nektarjóga ţurfa í upphafi ađ skrifa undir samning ţar sem ţeir samţykkja skilmála stúdíósins.

Eins og í hefđbundnum jógatímum geta nemendur átt von á ţví ađ ţeim sé leiđbeint af kennurum sem felur í sér ađ ţeir eru snertir til ţess ađ ţeir beiti líkama sínum rétt í mismunandi jógastöđum. Ţá er einnig gert ráđ fyrir ađ jógaiđkendur geti unniđ saman í tímum.

Jógaiđkun eykur hjartslátt og brennslu og ţađ hefur komiđ upp ađ karlkyns iđkendum hefur risiđ hold en ţetta eru afar sjaldgćf tilfelli og stinningin hefur aldrei varađ lengi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir