Nelson Mandela látinn

Frelsishetjan og þjóðarleiðtoginn Nelson Mandela er látinn, 95 ára að aldri.
Mandela hefur lengi verið að berjast við veikindi og undanfarna þrjá mánuði hefur hann verið á spítala. Hann lést þó á heimili sínu og konu hans Graca Machel
Mandela var leiðtogi Afríska þjóðarráðsins en samtökin börðust fyrir réttindum þeldökkra í Suður-Afríku lengi. Á meðan baráttunni stóð var Mandela handtekinn ásamt nokkrum fylgismönnum hans og dæmdur í fangelsi, þar sem hann mátti dúsa í 27 ár.
Nokkrum árum eftir að honum var sleppt úr haldi var hann kosinn forseti Suður-Afríku í fyrstu forsetakosningunum sem bæði þeldökkir og hvítir máttu bjóða sig fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir