Nemendur Háskólans á Akureyri međvitađir um misrétti kynjanna

Nýleg rannsókn á viðhorfi nemenda á hug- og félagsvísindasviði við á Háskólann á Akureyri til jafnréttis og kynjakvóta sýnir að ungmenni í dag eru vel meðvituð um meint misrétti kynjanna á vinnumarkaðnum

Kynjakvóti ekki rétta leiðin

Lög um kynjakvóta tóku gildi við árslok 2013. Kynjakvótalögin virka þannig að opinber fyrirtæki, sem hafa fleiri en þrjá stjórnarmenn, verða að hafa að lágmarki 40% af hvoru kyninu í stjórnum sínum. Með lagasetningunni er vonast til þess að jafna hlutföll kynjanna í stjórnunarstöðum á Íslandi og leiðrétta óútskýrðan launamismun kynjanna.

Rannsóknin leiddi í ljós að ungmenni eru meðvituð um meint misrétti kynjanna þegar komið er út á vinnumarkaðinn, en engu að síður voru nemendur sammála um að kynjakvótalögin væru ekki endilega rétta leiðin. Þau vonuðust öll til þess að lagasetningin myndi bæta stöðu kvenna, en voru þó hlynntari fyrirbyggjandi aðgerðum. Þau komu með þá hugmynd að kynjafræði yrði kennd strax á unga aldri, jafnvel í leik- og grunnskólum, til að reyna að koma í veg fyrir fordóma í garð gagnstæðs kyns.

Femínistar og Jafnréttissinnar ekki það sama.

Áhugaverður punktur sem kom fram í áðurnefndri rannsókn var sú skoðun nemenda að munur væri á jafnréttissinnum og femínistum. Nemendur álitu að jafnréttissinnar berðust fyrir réttindum kvenna á meðan femínistar væru konur fullar af karlhatri og biturleika út í samfélagið. Þau gerðu sér grein fyrir að hugtökin femínisti og jafnréttissinni væru í raun og veru samheiti en þeim þótti afbökun hugtaksins femínisti vera orðin svo mikil að öfgafemínistar væru búnir að eyðileggja hugtakið. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir