New Kids On The Block snýr aftur

Hin fornfræga hljómsveit New Kids On The Block ætlar að snúa aftur eftir 14 ára hlé. Hljómsveitin var fyrsta "strákabandið" sem náði vinsældum um allan heim með slögurum eins og Step by Step og Tonight.

New Kids on the Block á hátindi fræðgar sinnar fyrir um 15 árum.

Meðlimir hljómsveitarinnar voru bræðurnir Jordan og Jonathan Knight, Danny Wood og Donnie Wahlberg sem er bróðir leikarans Mark Wahlberg.

Það var á fyrri hluta tíunda áratugarins sem hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið og vakti mikla athygli, ekki síst vegna lipra danstakta á sviði sem féll vel í kramið hjá kvenþjóðinni. Þeir hættu störfum árið 1994 og höfðu þá selt um 70 milljónir platna.

Í kjölfar vinsælda New kids on the block komu fleiri "strákabönd" á sjónarsviðið, til að mynda Take That. Þannig að það mætti segja að New Kids On The Block hafi rudd brautina hvað það varðar.

Heimild:http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/01/29/new_kids_on_the_block_saman_a_ny/?rss=1

Mynd:http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/01/29/new_kids_on_the_block_saman_a_ny/?rss=1

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir