Smábátahöfnin á Akureyri

Undirritaður brá sér niður á smábátabryggju í dag og tók tíkina og myndavélina með sér. Þar lennti hann á spjalli við tvo afar góðmannlega og huggulega kalla á miðjum aldri, annan með kaffibolla í hendi, en hinn með stóran og digran vindil í kjafti, sem hann kjamsaði á, á milli þess sem við kjöftuðum. 

Þessir kumpánar voru að brasa við að smíða fleiri verbúðir á svæðinu, en fyrir eru þær nokkrar og bátarnir margir. Höfðu á orði að svæðið væri félagsmiðstöð fyrir karla á öllum aldri, og ósjaldan fykju góðar sögur, sérstaklega lygasögur um stóra fiska og aflraunir í kallakaffi og sígarettureyk í einhverjum skúrnum. Þeir voru ánægðir með margt, og óánægðir með sumt, sérstaklega óánægðir með að þurfa að borga 120 þúsund krónur á ári í ruslagjald, fyrir að hafa eina ruslatunnu á bryggjunni þar sem þeir geymdu bátinn sinn og svo 90 þúsund fyrir að fá að geyma bátinn við bryggju, fannst það heldur mikið fé fyrir litla þjónustu. Auk þess töluðu þeir um að í höfninni væri hrikalega mikil mengun og það væri ekki gott fyrir svæðið og aðbúnað, væru margbúnir að tala við Akureyrarbæ, en fengju aldrei nein almennileg svör. Svo væru margir sem hefðu sótt um að fá inn í nýju verbúðirnar sem þeir voru að byggja, en ekki fengið inni út af plássleysi, þeir hefðu boðist til að byggja fleiri, en það hefði ekki verið tekið vel í þær hugmyndir. 

 Þetta er svakalega fallegt svæði, þarna væri hægt að gera ýmislegt sniðugt. Og að menn geti haft aðstöðu þarna til að gera út litla báta og náð sér í ódýran fisk í fjörðinn fyrir vini og kunningja er fallegt og hjartnæmt.

Kallinn, drap í feitum vindlinum, labbaði inn í bíl og náði í brauðbita og henti í andahóp sem hafði elt mig bryggjuhringinn, " mér datt það í hug" sagði ég "eru þið mikið að gefa þeim brauð?"  "Já þær eru háðar okkur" sagði hann og heilsaði kumpána sínum sem var að leggja bát upp að litlum kaja og festa hann við stöpul.  "ég er þarna upp í háskóla og er að spá í að skrifa grein á netið um ykkur á fréttasíðu" Þá glotti sá með kaffibollann, hellti úr restinni og tölti inn að smíða. Tíkin mín horfði á mig, ég sá það í augum hennar, að hún vildi fara koma sér heim og fá harðfiskroðið sitt. "gerðu það strákur" sagði vindlamaðurinn, skimaði út á Eyjafjörðin og hvarf inn að smíða með manninum, sem var mjög líklega bróðir hans. Tíkin hljóp á undan mér, búin að lesa hugsanir mínar að vanda og ég tók upp vélina og tók nokkrar myndir af fallegu svæðinu. Hörfaði upp í bíl og snáfaði heim!Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir