Niđurskurđur innan háskólanna

Mynd tekin af síđu unak.is
Niðurskurður er orðin algeng umræða meðal manna í dag, ríkisstjórnin hefur verið seinustu misseri að skera niður á hinum ýmsu sviðum. Raddir manna bera með sér að flestir séu ósáttir með niðurskurðaraðgerðir innan mennta - og heilbrigðiskerfisins. 


Ég sem háskólanemi og þar sem þetta hefur bein áhrif á mitt nám finnst sorgarfréttir að heyra og sjá niðurskurð innan ríkisháskólanna. Innan félagsfræðideildar HA, sem ég stunda nám við, var sem dæmi þessa önnina lagt niður námskeið og annað tekið upp af öðru ári samkvæmt námsskrá. Ég sendi þá fyrirspurn um það hvort viðkomandi námskeið sem fellt var niður yrði kennt seinna á námsferlinu, svarið var því miður að svo yrði ekki. Aðgerðir sem þessar að leggja niður heilunámskeiðin til sparnaðar væru aðgerðir sem að mínu mati og annarra samnemenda minna ættu ekki að vera valin fyrst. Annars konar aðgerðir hljóta að vera hægt að beita innan Háskólans á Akureyri til að minnka heildarútgjöld skólans. Niðurskuður sem þessi kemur beint niður á námi nemenda og þá væntanlega gæðum námsins. 

Niðurskurður innan HÍ er víst ekki orðin eins alvarlegur að fellt er niður námskeið heldur kemur hann út á öðrum stöðum innan þeirra skólakerfis. Þó finnst mér almennt miður að niðurskurður skuli vera orðin innan háskólanna, á mörgum öðrum sviðum mætti skera niður áður en ráðist er á menntakerfi okkar. 

Ef annað dæmi er dregið, las ég nýlega pistil eftir forseta viðskiptadeildar Háskóla Íslands, inn á vísir.is, þar sem hann ræddi um niðurstöður skýrslu frá OECD(Education at a Glance, 2010), í skýrslunni er farið yfir eyðslu aðildarlanda til menntamála. Meðaltal sem aðildarríkin eyddu til menntamála var rúm 6% en Ísland hinsvegar eyddi 7,8% til menntakerfis landsins. Málið var hinsvegar allt annað þegar litið var einungis á háskólastigið, þar var eyðsla Íslands 1,2% samanborið við rúm 2% hjá OECD löndum. Þannig í raun þyrfti Ísland nærri að tvöfalda útgjöld til háskólamála til að ná OECD-meðaltalinu. 

Skýrsla OECD sýnir því á svörtu og hvítu að Ísland ætti að vera eyða hærri upphæð útgjalda til háskólanna heldur en gert er og þar með alls ekki minnka þau útgjöld sem fyrir liggja. Menntun er undirstaða framfara og betri lífskjara. Með þessu framhaldi munu Íslendingar dragast aftur úr í gæðum menntakerfis og auðsjáanlega gæðum háskólakerfisins. 

Heimildir: www.visir.is 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir