Nýung hjá MS Akureyri

Hluti af nýja tækjabúnaðinum í MS Ak.

Tekin hafa verið í notkun tæki hjá MS Akureyri sem geta unnið hreint prótein úr mysu. Þetta er fimmta vélasamstæðan sem tekin er í notkun, í öllum heiminum. 

Landpósturinn fór og ræddi við Oddgeir Sigurjónsson framleiðslustjóra MS Akureyri um það hvaða þýðingu það hafi, að hægt sé að vinna prótein úr mysu.

Það er fyrst og fremst þessi aukna nýting á afurð sem áður fór í niðurfallið, núna er það nánast hreint vatn sem er hellt er niður. það að geta unnið þetta prótein sem ekki hefur tekist að nýta áður, samsvarar mjólk úr 650 kúm í fullri nyt án fóðrunar.(mjólk án nokkurs tilkostnaðar)

Próteinið er smættað og þá verður til það sem Oddgeir kallar„Lean Creme" það innheldur aðeins 1% fitu, en 10 % prótein og bragðast eins og kaffirjómi. Í raun er það bara hreint prótein. en hefur framyfir annað prótein  að það er bragðgott. Oddgeir fullyrðir að 17% osturinn bragðist eins og 26% osturinn, þegar þetta er notað. Þetta gerir fituminni vörur bragðmeiri, eins og þær innhaldi meiri fitu.

Nú stendur yfir þróunarstarf, hvernig best sé að nota þetta prótein, Þetta gefur möguleika til að framleiða próteinríka en fitsnauða vöru en það er mikil eftirspurn eftir henni, til dæmis próteindrykki.

 

Mynd: Ingibjörg Jónsdóttir 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir