Norđur-Kórea sýndu fréttamönnum eldflaugina

Kim Jong-un
Norður-Kóresk yfirvöld sýndu innlendum sem erlendum fréttamönnum umtalaða eldflaugaskotpallinn.

Skotpallurinn hefur að geyma stóra eldflaug sem yfirvöld segja að muni flytja gervihnött ætlaðan verðurrannsóknum utan úr geimi. Mörg ríki í heiminum, sér í lagi Bandaríkin, efast að eldflaugin sé í raun ætluð veðurrannsóknum og segja þetta vera dulbúna prófun á árasareldflaug.

Ef skotið mun eiga sér stað mun það brjóta á lögum Sameinuðu þjóðanna en Norður-Kórea ítreka hins vegar að um veðurhnött sé að ræða og mun skotið eiga sér stað á milli 12. og 16. apríl. Dagsetningin tengist afmæli leiðtogans Kim Il-sung heitins sem á aldarafmæli um þessar mundir.

Jang Myong Jin, yfirmaður eldflaugastöðvarinnar, segir ákvörðun hins nýja leiðtoga Kim Jong-un að bjóða fréttamönnum að sjá eldflaugaskotpallinn vera merki um að eldflaugin skuli vera notuð í friðsamlegum tilgangi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir