Norđurlönd hugsa um Evruna

Mynd: http://www.oneak.net
Afstaða Svía til Evrutöku hefur breyst nú á síðustu mánuðum. Í skoðanakönnun Sifo-stofnunarinnar vill meirihluti Svía taka upp Evru eða 47% en 45% vildi halda sænsku krónunni og 8% voru óákveðin. Úrtakið náði til 1000 manns. Danir eru einnig í evruhugleiðingum en umræðan þar er þó komin lengra.


Í desember var gerð samskonar könnun á 6.700 Svíum en þá voru 47,5% andvígir en 37,5% fylgjandi upptöku evrunnar. Helsta ástæðu þessara viðhorfsbreytinga er talin vera gengislækkun sænsku krónunnar en hún hefur fallið um hátt í fjórðung gagnvart evru frá því síðasta haust.

Síðast var haldin þjóðar atkvæðagreiðsla um upptöku evru árið 2003 og var henni þá hafnað. Í samtali við morgunblaðið sagði Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra að málið yrði ekki tekið upp fyrr en 2014. Hann telur áhrif kreppunnar á sænskt atvinnulíf hafi styrkt rök evrusinna.

Þótt niðursveifla sé í efnahagslífi þá gera menn miklar væntingar um að ferðamannaiðnaðurinn blómstri í sumar líkt og við Íslendingar. Samkvæmt skoðanakönnunum hyggst stór hluti Svía verja sumarfríinu heima fyrir og von er á mikilli fjölgun túrista auk þess sem Norðmenn flykkjast yfir landamærin, í meira mæli en áður, til að versla ódýrari mat og alkahól og margir hverjir nýta sér tækifærið og fjárfesta í sumarhúsum í Svíþjóð.

Svipuð umræða er komin á stað í Danmörku þar sem nýr forsætisráðherra, Lars Lökke Rasmussen gaf það í skyn að hann ætlaði að halda áfram meðstefnu forvera sína Anders Fogh Rasmussen um að efna til þjóðar atkvæðagreiðslu um evru upptöku . Allir þingflokka er hlynntir evru upptöku nema Sósíalíski þjóðarflokkurinn sem er klofinn í málinu.  Auk þess er meirihluti Dana fylgjandi evrunni.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir