Nútímalegur háskóli á Akureyri

Hjalti Ţór Hreinsson, vefstjóri Háskólans á Akureyri

Háskólinn á Akureyri hefur verið í stöðugri endurnýjun við það að þjóna nemendum sínum. Nú er svo komið að fleiri fjarnemar eru við Háskólann í dag en staðarnemar. Vel hefur tekist til að sýna nemendum fram á kosti skólans.  

Árangursrík markaðssetning

Háskólinn á Akureyri er nútímaskóli með nútímahugmyndir og fer ýmsar leiðir til að kynna skólann. Í markaðsstefnu skólans hefur verið notast við Facebook og Youtube. Einnig er Háskóladagurinn mikið tækifæri til að kynna skólann fyrir verðandi nemendum. Háskóladagurinn er haldinn í Háskóla Íslands þann 1. mars. Þann 20. mars er svo haldin háskólakynning fyrir framhaldsskólanemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Einnig er 10. bekkingum bæjarins boðið á kynningu í húsakynnum skólans. Náðst hefur góður árangur í því að fjölga nemum. Árið 2007 voru 1.305 nemendur við skólann en árið 2013 voru nemendur orðnir 1.568 talsins.

Hjalti Þór Hreinsson sem er vefstjóri Háskólans á Akureyri og sinnir markaðsmálum ásamt Kristínu Ágústsdóttur sem er forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs skólanns, sagði: „Gefinn verður út bæklingur í 4.000 eintökum fyrir Háskóladaginn og svo fer Kristín Ágústsdóttir og dreifir bæklingnum í framhaldskóla landsins og víðar. Markaðs- og kynningarmálin eru yfirleitt með hefðbundnum hætti. Auglýst er í blöðum og í öðrum fjölmiðlum bæði á landsvísu og hér á Akureyri. Einnig hafa markaðsmálin færst mikið yfir á netið.“ Hjalti vildi meina að bæklingurinn í ár yrðir glæsilegri en í fyrra, því útlitinu hefði verið breitt og eru allar myndir núna í bæklingnum svarthvítar. „Við munum setja myndböndin á Youtube og á Facebook og vonumst til þess að þar fái myndböndin góða dreifingu,“ sagði Hjalti.

Þegar leitast var eftir því að athuga hvort að næga vinnu væri að fá fyrir útskrifaða Háskólanema sagði Jóhanna Þórisdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrastofu að engar mælingar hefðu farið fram á slíku. Jóhanna sagði að það væri nú samt auglýst reglulega eftir bæði háskólamenntuðu og minna menntuðu fólki. 

Eitthvað fyrir alla

Fjölbreytt nám er í boði við Háskólann á Akureyri. Félagsvísindadeild er mest sótta deild skólans með 746 nemendur. Hjúkrunarfræðideildin kemur þar næst með 438 nemendur. Við menntavísindasvið stunda 250 nemendur nám og svo er það raunvísindadeild, sem er fámennust, með 134 nemendur.

Námsframboð skólans er fjölbreytt, sem dæmi má nefna að Háskólinn á Akureyri er eini skóli landsins sem býður upp á nám í nútímafræði, fjölmiðlafræði og sjávarútvegsfræði og hefur hann því ákveðna sérstöðu.Önnur sérstaða skólans er að hann hefursérhæft sig í fjarnámi sem hentar vel fyrir fólk sem hyggst stunda nám á háskólastigi en er ekki búsett á svæðinu

Í framhaldsnámi býður skólinn upp á nám í  auðlindafræði, félagsvísindum, heilbrigðisvísindum,heimskautarétti, lögfræði, menntavísindum, menntunarfræðiog viðskiptafræði.Háskólinn á Akureyri hefur margt upp á að bjóða og hægt er að kynna sér málin á www.unak.is


Elínborg Elísabet Guðjónsdóttir

Hlín Garðarsdóttir

Unnur Rún Eðvaldsdóttir

Rúnar Ágúst Pálsson

Guðmundur Hafsteinn Árnason


 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir