Ný stjórn Kumpána

Ný sjórn Kumpána

Í gær sagði Landpósturinn frá komandi aðalfundar og kosningum Kumpána á Café Amour.

Aðalfundur Kumpána var haldinn á Café Amour. Á fundinum var farið yfir árskýrslu Kumpána, samþykktar voru breytingar á lögum félagsins og var Kumpáni ársins valinn. Þann titil hlaut Arnar Egilsson fyrir óeigingjörn störf sín í þágu félagsins og einnig með aðkomu hans að nýjum tækjakaupum íþróttasals Háskólans á Akureyri.

Ný stjórn tók einnig við af þeirri gömlu. Ekki er hægt að segja að um hefðbundna kosningu hafi verið um að ræða þar sem enginn meðframbjóðandi bauð sig fram í embætti varaformans, gjaldkera og ritara og því voru frambjóðendur í þeim flokkum sjálfkjörin.  Einnig dró annar frambjóðandanna í formannsembættið sitt framboð til baka og þar með var formaðurinn einnig sjálfkjörinn.

Nýja stjórn skipa Jóhann Skúli Björnsson sem formaður, Pétur Karl Ómarsson sem varaformaður, Ágústa Margrét Úlfsdóttir sem gjaldkeri og Aðalsteinn Hugi Gíslason sem ritari.

Landpóstur óskar nýrri stjórn velfarnaðar og gæfu á komandi nýju skólaári.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir