Ný tegund "risa" eðlu finnst á Filippseyjum

Varanus bitatawa
Ný eðlutegund var uppgötvuð á Filippseyjum nýverið. Svokallaður mænir sýnir að skriðdýrið er tveir metrar á lengd og tilheyrir hópi af stærstu eðlum heims.

Með því að notast við mæni hafa vísindamenn komist að því að eðlan sem hefur fengið nafniðVaranus bitatawa, lifir í skógum Sierra Madre fjallanna. Húð eða hreystur eðlunnar er gult, blátt og grænt að lit og lifir eðlan á ávöxtum. Vísindamenn segja að það mjög sjaldgjæft að svo stórt dýr hafi ekki fundist fyrr af vísindamönnum en þó svo að hún hafi ekki verið uppgötvuð af vísindamönnum fyrr en nú þá er hún vel þekkt af ættbálki sem á heimkynni sín í skógum norður af Luzon eyjunni. Algengt er að eðlan sé veidd af fólki ættbálksins þeim til matar en kjöt eðlunnar er auðugt af prótínum. Vísindamenn sem furða sig á því að hafa ekki fundið dýrið fyrr en nú halda fram að eðlan sé einræn, yfirgefi aldrei skóginn né láti sjá sig á opnum svæðum. 

Heimild: http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8605000/8605699.stm 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir