Nýja andlitið

Hafið þið tekið eftir, risastóru myndinni sem er komin á andbókina og ber nafnið tímalína.

Forsprökkum andlitsins, fannst greinilega ekki nóg að hafa eina mynd í forskrift og bættu því annari mjög stórri við upphafsíðuna hjá notendum. 

Sumir netverjar, eru að hata þetta nýja fyrirkomulag, vilja hafa þetta einfalt, hafa andbókina í upprunalegri mynd, einfalda og notendavæna. Þeir sem rífast á móti og eru með nýjungum, telja þetta skemmtilegt, áhrifaríkt og spennandi, svona virki þróuninn. 

Sumir leggja mikið kapp á að setja skrautlegar og skrýtnar myndir í toppinn á síðunni sinni, og virðist sem margir blákollar, hafi verið einkar hugmyndaríkir, þegar kemur að útliti á upphafsíðunni. 

Ég rakst á mjög skemmtilega og áhugaverða síðu á netinu þegar ég fór að athuga þetta nýja apparat - tímalínuna. Ég hvet lesendur landpóstins til að gera álíka meistaraverk og síðan hér fyrir neðan sýnir okkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir