Nýja lagið hans Michael Jacksons komið

Í dag var nýja lagið hans Michael Jacksons sett út á vefsíðu söngvarans en það hafa margir beðið eftir að fá að heyra það. Lagið er róleg ballaða sem fjallar um hina stóru ást.

Maður heyrir strax að þetta er Michael Jackson, enda er röddin hans mjög sérstök, en lagið gæti hinsvegar tilheyrt hverjum sem er. Lagið heitir „This is it“ og er ekki nýtt. Jackson samdi þetta lag ásamt Paul Anka og söngkonan Safire hefur áður tekið það upp á plötunni „I wasn’t born yesterday“ sem kom út 1991 en lagið hét þá „I never heard“. Undirritaður er einn af þessum aðdáendum sem beðið hafa eftir þessu lagi en varð, því miður, fyrir vonbrigðum.

Lagið í útgáfu Jacksons má nálgast hér.

Lagið í útgáfu Safire má nálgast hér.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir