Nýr Batman?

Gordon-Levitt og Bale í The Dark Night Rises
Mun Joseph Gordon-Levitt leika Batmann í mynd um "Justice League"? Batman þríleyknum sem leikstýrt var af Christopher Nolan lauk í sumar þegar The Dark Night Rises kom út og hafa þær þrjár myndir sem hann leikstýrði fengið frábæra dóma. Þar var Christian Bale í hlutverki Batman en svo gæti farið að í hugsanlegri nýrri mynd verður það líklega meðleikari hans í The Dark Night Rises, Joseph Gordon-Levitt sem verður hinn nýji Batman.

Joseph Gordon-Levitt þykir einn af betri leikurum dagsins í dag en hann hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annari undanfarin ár og hefur leikið meðal annars í myndum eins og Inception, Lawless, The Dark Night Rises, Looper og 50/50 en nú mun hann líklega fá eitt stærsta hlutverk sem leikari getur fengið, sjálfan Batman.

Nolan stendur nú fyrir, ásamt leikstjóranum Zack Snyder, Superman myndinni "Man of Steel" sem verður frumsýnd næsta sumar og hefur Snyder gefið til kynna í viðtölum að báðar þessara mynda gætu verið hluti af stærri heild. Þá er líklegast átt við að mynd verði gerð um "Justice League" sem er saman settur hópur ofurhetja DC Comics, svipað og var gert með ofurhetjur Marvel í The Avengers.

Þetta gætu því verið frábærar fréttir fyrir aðdáendur ofurhetjumynda en myndir sem Christopher Nolan kemur nálægt þykja oftar en ekki mjög vandaðar og flottar svo reikna má með að þarna verði enn ein stórmyndin á ferðinni. Áætlað er að tökur á myndinni gætu byrjað árið 2015 ef þetta reynist rétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir