Nýr íslenskur peningaseđill í umferđ

www.sedlabanki.is/

Á morgun 24.október verður nýr íslenskur peningaseðill settur í umferð, seðilinn sem um ræðir er 10 þúsund króna seðill. Fyrsta seðilinn mun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fá í hendurnar, Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun afhenda honum seðilinn við athöfn á morgun klukkan 16. Peningaseðillinn sem Bjarni mun taka á móti verður svo til sýningar í Seðlabanka Íslands þar sem hægt er að skoða flesta íslenska peningaseðla sem hafa verið í umferð á Íslandi ásamt erlendum peningum frá fyrri öldum.

Tíu þúsund króna seðilinn er fyrsti nýi seðillinn sem fer í umferð síðan árið 1995 en þá kom tvö þúsund króna seðilinn út. Fimm þúsund króna seðilinn fór svo í umferð 1986, þúsund króna seðilinn 1984 og fimmhundruð króna seðillinn kom eftir myndbreytinguna árið 1981. Allir þessir seðlar eru hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur myndlistakonu en meðhönnuður hennar er Stephen A. Fairbairn.

Miklar umræður voru uppi í fyrra þegar ræddar voru hugmyndir um myndaval á seðilinn og var komist að þeirri niðurstöðu að Jónas Hallgrímsson skáld myndi prýða nýja seðilinn. Á framhlið seðilsins er mynd af Jónasi, Háafjalli og Hraundranga, þar er einnig að finna ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldabreiðs mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakliðinni er svo blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldabreið ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins

Margir bíða í eftirvæntungu eftir nýja seðlinum og er því biðin loksins á enda. Gert er ráð fyrir að seðilinn verði kominn í hluta bankaútibú frá og með morgundeginum, en ekki reiknað með að hann verði komin í hraðbanka strax.


 mynd: www.sedlabanki.is


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir