Nýtt gras á vellinum – Helgi Freyr prufar FIFA 14 Career Mode

Skemmtilega vildi til að þessi töluleikja spilari fékk boð um að taka þátt í lokaðari Beta prufu fyrir fótboltaleikinn FIFA 14. Þar sem margir eru jafn spenntir, ef ekki spenntari fyrir þessum leik þá er upplagt að sýna nokkrar myndir úr leiknum og tala aðeins um þær breytingar sem hafa verið gerðar frá síðasta leik. Þess vegna er þetta alls ekki gagnrýni á leiknum sjálfum heldur aðeins fyrstu viðbrögð. Útlit leiksins hefur verið tekið í gegn og er töluvert stílhreinna en í fyrri leikjum. Nú er bæði hægt að senda njósnara og búa til sitt eigið njósnanet (e. Global transfer network). Þannig geta spilarar hannað sitt eigið net, safnað upplýsingum um leikmenn og fyndið þann sem hentar best fyrir liðið. Með þessu þá vilja framleiðendur leiksins færa sig frá þeirri hugmynd að leikmenn hafi eina einkunn sem skilgreinir þeirra getu. Þá gefur njósnarinn upp mat á leikmanni og þannig getur spilari tekið ákvörðun hvort hann vilji halda áfram að fylgjast með leikmanni, kaupa hann eða einfaldlega sleppa því að kaupa hann. 


Helsti munurinn frá síðasta leik eru sendingarnar, nú er hægt að senda nákvæmari sendingar og er gervigreind leikmanna orðin töluvert betri, bæði hjá andstæðing og samherjum. Samherjar eru klókari að hlaupa í auð svæði á leikvellinum og skapa færi á meðan andstæðingurinn er töluvert fljótari að loka á hlaup og henda sér fram í skyndisóknir og nýta sér veikleika spilara. 

Samkvæmt framleiðendum leiksins þá hefur eðlisfræðin bakvið boltann verið endurhugsuð þannig að boltinn verði sem raunverulegastur. Það finnst svo sannarlega þegar leikurinn er spilaður, þar sem spilari hefur töluvert meiri stjórn yfir boltanum. Leikmenn hreyfa sig töluvert betur og það er mjög gaman að bera þá saman við FIFA 13, þar sem leikmenn í þeim leik virka pínu klunnalegir í samanburði. 

Leikurinn spilast alveg ótrúlega vel og það verður gaman að prufa leikinn í næstu kynslóð leikjavéla þegar Ignite vélin verður loksins notuð, en það er ný vél sem EA hefur skapað fyrir alla sýna íþróttaleiki til þess að gera spilun sem raunverulegasta. Mikill metnaður hefur verið lagður í þennan leik og óhætt er að segja að FIFA 14 er góð viðbót við þessa frægu fótbolta leiki. FIFA 14 kemur í verslanir 24 september á leikjavélar þessara kynslóðar en fylgir svo næstu kynslóðinni hratt eftir þegar Ps4 og Xbox One koma út. 
Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir