Nýtt heimsmet í bikiní skrúðgöngu

Bikiní skrúðganga

Hópur 450 fáklæddra kvenna marsereðu í átt að nýju heimsmeti í Flórída í gær, þegar þær héldu fjölmennestu bikiní skrúðgöngu sögunnar.

Þátttakendur voru blanda af heimamönnum og svokölluðum vor frís stúdentum sem koma víðs vegar frá Ameríku, sumir þátttakendanna komu alla leið frá Alaska til að taka þátt í þessari einnar mílu langri bikiní skrúðgöngu sem átti sér stað á Panama city beach.

Nýja heimsmetið bætti það gamla sem samanstóð af 357 þátttakendum á Gylltu ströndinni í Ástralíu síðastliðinn Október.
Philip Robertson, Guiness World Records dómari, sagði við fréttastöðvar að þetta væri ekki eithvað sem maður myndi sjá á hverjum degi, og að samtökin sem skipulögðu uppátækið ættu hrós skilið fyrir vel heppnað heimsmet. 

Heimsmetahöfunum tókst að slá tvær flugur í einu höggi, ásamt því að slá heimsmet safnaði bikiní skrúðgangan um 200 þúsund krónum fyrir svæðisbundna hjálparmiðstöð sem aðstoðar fólk sem á um sárt að binda.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir