Nýtt lag frá Ferju

Aron, Elvar, Valur og Hafþór, meðlimir Ferju
Hljómsveitin Ferja gaf nýverið út órafmagnaða útgáfu af laginu Volts, sem finna má í upprunalegri útgáfu á fyrstu plötu sveitarinnar A sunny colonade. Valur Zóphoníasson forsprakki Ferju, er ungur tónlistamaður sem á ættir sínar að rekja í Suðursveit og Svarfaðardal. Landpóstur spurði Val út í tónlistina með forvitni um önnur mál.


Hvernig kom nafnið Ferja til ? „Okkur fannst nafnið Ferja bara mjög fallegt, það er eins og maður hefði farið um borð í Ferju þegar við strákarnir stofnuðum bandið, og lagt af stað í eitthvað ferðalag útí óvissuna.”

Er eithvað lag sem kemur þér til að dansa ? „Kannski svolítið týpískt, eða kannski bara genatengt. En það er lagið "Nights on Broadway" með Bee Gees. Það er eithvað við Bee Gees öldina sem lætur hælana slá saman.”

Er önnur plata í bígerð hjá Ferju mönnum ? „Það eru ekki komin skýr drög að útgáfu næstu plötu. En við erum loksins staddir á sama stað aftur, og getum æft reglulega saman, svo við útilokum ekki útgáfu árið 2012 eins og stendur.”

Er einhver íslenskur söguatburður sem þú heldur sérstaklega upp á ? „Fannst geðveikt þegar Halldór Laxnes vann Nóbelinn í sögulegum skilningi. Svo væri ég mjög óánægður þegn ef Íslendingar myndu lúta undir dönsku krúnuna. Svo að 17. Júní þykir nokkuð nettur hér á bæ.”

Besta bíómyndatónlist ? „Akkurat núna er það tónlist Johnny Greenwood við bíómyndina There will be blood, sem skartar Daniel Day Lewis í aðalhlutverki. Flest allt við Taxi Driver eftir Scorsese er ávalt ofarlega á lista mínum.”

Hvar sér maður Ferju á tónleikum ? „Vonandi einhverstaðar nálægt miðbæ Reykjavíkur á næstu mánuðum, en við í Ferju erum til í að spila nánast hvar sem er, ef því er að skipta.” 

Eithvað að lokum ? „Það var helvítis hark að gera þessa plötu, og við getum ekki þakkað þeim aðilum sem stóðu á bakvið okkur við gerð hennar nógu mikið.” 

Hægt að nálgast plötu Ferju og frekari upplýsingar hér.
Vilhjálmur Þór Ólafsson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir