Obama vill takmarka kolefnislosun í nýjum orkuverum í Bandaríkjunum

Mynd, wikipedia.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur komið fram með tillögu um takmörkun kolefnislosunar orkuvera. Hann vill ekki svíkja börnin sín og komandi kynslóðir. 

Þetta mun vera fyrsta tilraun bandarískra alríkisyfirvalda til þess að reyna að takmarka mengun sem er talin valda gróðurhúsaáhrifum. Gina McCarthy, umhverfisráðherra, segir loftlagsbreytingar af völdum kolefnis losunar séu mikil ógnun við heilsufar fólks. 

Samkvæmt áætluninni sem Ms McCarthy sagði frá, myndu nýjum gas-reknum orkuverum verða sett takmörk um losun á 1,000lb(450kg) af koltvísýring á hvert megavatt. En nýjum kolaknúnum orkuverum um 1,100lb. Tillagan myndi á endanum hafa áhrif á starfsemi þeirra orkuvera sem til eru, sem losa um þriðjung allra gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Til þess að uppfylla þessar kröfur sem yrði farið fram á myndu orkuverin þurfa að koma sér upp nýjum tæknibúnaði. Þeir sem tala fyrir hönd þessa iðnaðar telja þennan tæknibúnað vera of kostnaðarsaman. 

Forsetinn vill taka fyrir þessa takmarkalausu losun kolefna í Bandaríkjunum. „Við munum bregðast við ógnun af loftlagsbreytingum, því við vitum að ef við gerum það ekki myndum við vera að svíkja börnin okkar og komandi kynslóðir,“ sagði Obama í ræðu sem hann hélt í janúar síðastliðinn. Hann sagði að þótt að sumir séu enn í afneitum gagnvart vísindunum þá getum við ekki horft fram hjá áhrifamiklum eldum, þurrki og öflugum stormum. Þó svo að þessi áætlun um takmörkunina hafi verið í vinnslu síðan í apríl 2012 þá mætir hún andstöðu iðnaðarmanna og Repúblikana. Þeir segja að aðgerðir til að hreinsa kolefnislosun gæti haft áhrif á atvinnusköpun í landinu. Áætlunin verður til umræðu í 60 daga og vonast embættismenn eftir því að henni verði hrint í framkvæmd haustið 2014.

http://www.bbc.co.uk/news/business-24181341

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir