Of kynþokkafull fyrir fangelsið

Fangavörðurinn Amit Kalja, hefur sagt upp starfi sínu sem fangavörður en hún starfaði við  unglingafangelsi rétt við Brighton á Englandi.  Ástæða uppsagnarinnar er einelti, hún var of falleg og sexý fyrir fangelsið.

Eineltið byrjaði strax fyrstu vikuna í starfi Amit, árið 2007 þegar samstarfmaður hennar setti út á klæðnað hennar.  Hún var svo seinna áreitt fyrir að nota of mikinn farða og að hún væri of kynþokkafull í fangavarðabúningnum.  Þrátt fyrir að minnka farðann og reyna á allan hátt að klæðast fangavarðarbúningnum á annan hátt hélt eineltið áfram, á endanum fannst Amit hún verða neydd til að segja upp starfi sínu. 
Yfirmaðurinn hennar Lee Hasting, kallaði hana "heimska litla stelpu" og gagnrýndi hana fyrir að heilsa föngunum of vingjarnlega og að tala of mikið við þá. 
"Ég var hætt að sofa á næturnar út af eineltinu og á endanum fannst mér ég vera tilneydd til að segja upp starfinu" sagði Amit  í gær þegar réttað var í málinu.  Fangelsið var dæmt fyrir að taka ekki rétt á hlutunum og að hafa ekki komið rétt fram við Amit vegna kyns og aldurs hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir