Ofurfyrirsæta ósátt með skemmtanalífið á Íslandi

Breska ofurfyrirsætan Cara Delevingne dvaldi hér á landi um helgina og gisti á Hótel Nordica. Ekki er vitað í hvaða tilgangi hún kom til landsins en það sást til hennar á skemmtistaðnum Austur í gærkvöldi.

Delevingne sagði á Instagram síðu sinni í gærkvöldi að henni fyndist íslenskar stelpur svo myndarlegar að þær gætu allar ,,hirt af henni starfið” eins og hún orðaði það. Hún var ósátt með framkomu sem að hún fékk frá dyravörðum skemmtistaðana Austurs og B5 en þar þurfti hún að bíða í röð eins og allir hinir. Sjálfsagt er hún vön að fara fram fyrir alla í röðinni hvert sem hún fer.

Módelið fræga er fædd árið 1992 og er því einungis 21 árs gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún starfað fyrir flesta stærstu tískurisa heims eins og t.d. Dolce & Gabbana, Burberry og einng sem ein af ,,englum" Victoria Secret. Nú síðast starfaði hún fyrir Chanel þar sem að hún var í miklu uppáhaldi hjá sjálfum Karl Lagerfeld, yfirhönnuði Chanel.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir